Sunneva Ýr Sigurðardóttir

Ég er 26 ára og hef brennandi áhuga á íþróttum, heilsu, hreyfingu, næringu og öllu þar á milli. Ég er mikil íþróttamanneskja og er með mjög mikið keppnisskap. Ég var lengi í handbolta þar til ég hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég CrossFit á fullu og er það það skemmtilegasta sem ég geri!
Ég er útskrifaður næringarþjálfari frá Precision Nutrition og er einnig ÍAK Styrktarþjálfari.

Ég byrjaði að telja macros árið 2021. Ég var orðin þreytt á að sjá ekki þann árangur sem ég var að leitast eftir og mig grunaði að það hefði eitthvað með mataræðið að gera. Trúið mér, ég skildi ekki alveg hvernig fólk nennti að vigta allan matinn sinn en hér er ég, fjórum árum seinna.
Það kviknaði svo mikill áhugi hjá mér að ég skráði mig í nám hjá Precision Nutrition og útskrifaðist þaðan sem næringarþjálfari í ágúst 2022. Ég er búin að ná ótrúlegum árangri á þessum tíma og er ég mjög stolt af sjálfri mér.

Þegar ég stofnaði Level Up Training bjó ég í Suður-Frakklandi með manninum mínum en við erum ný flutt til Danmerkur þar sem við ætlum að vera í a.m.k. 2 ár.

Macros næringarþjálfun

Level Up Training

Level Up Training var stofnað í september 2023. Markmið okkar er að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum, hvort sem það er að léttast, þyngjast, bæta á sig vöðvamassa, verða orkumeiri, bæta sig í íþróttinni sinni o.s.frv.

Hjá Level Up Training er boðið upp á macros næringarþjálfun ásamt ýmsum áskorunum sem standa yfir í ákveðin tíma.
Boðið er upp á 8 vikna grunnnámskeið og 4 vikna framhaldsnámskeið. Unnið er að heilbrigðum lífstíl, góðum næringarvenjum, að setja sér markmið og ná þeim, mynda sér góða vana ásamt því að taka þátt í skemmtilegum vikulegum verkefnum.