Við skulum byrja á grunnatriðunum.
Macros = Macronutrients, stóru orkuefnin sem við þurfum, þ.e. prótein, kolvetni og fita.
Micronutrients = Steinefni og vítamín. Þessi minni næringarefni sem eru samt svo mikilvæg.
Þegar við teljum macros þá byrjaru á því að fá tölur frá þjálfaranum þínum. Hann gefur þér upp grömm fyrir hvern flokk af orkuefnunum þremur, prótein, kolvetnum og fitu. Þjálfari reiknar þetta útfrá eyðublaðinu sem þú svarar í upphafi þjálfunar. Tölurnar þíanr eru m.a. reiknaðar eftir þínum markmiðum og persónueinkennum, s.s. hæð, þyngd, kyni, hreyfingu o.s.frv.
Þegar þú færð þessar tölur þá byrjar þú á að vigta allt sem þú borðar, en það er það sem macros snýstum, að vigta allt sem þú borðar. Við notumst við MyFitnessPal. Þú færð kennslu á appið, bæði í handbókinni sem fylgir námskeiðinu en einnig færðu aðgang að kennslumyndböndum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að senda á mig! Þú getur haft samband hér á heimasíðunni, í gegnum email, sunneva@leveluptraining.is eða á Instagram @leveluptrainingbysunneva.
