Gleðilega Verslunarmannahelgi🍻🏕️🚌🗺️
Ein skemmtilegasta helgi ársins gengin í garð! Ég setti saman nokkur atriði til að hafa í huga ef þú vilt halda áfram að vinna að markmiðunum þínum en njóta þín á sama tíma👏🏽
Löng og skemmtileg helgi framundan. Margir á leiðinni á útihátíðir, í bústað eða útilegu og margt að hafa í huga. Eftirfarandi atriði eru bara nokkrar hugmyndir hvernig þú getur meðvitað haldið áfram að vinna að markmiðunum þínum og notið á sama tíma. Ég vona að þú skemmtir þér án samviskubits og njótir með fjölskyldu og vinum. Farðu varlega og góða skemmtun!
- Morgunmatur - Borðaðu næringar- og próteinríkan morgunmat. Besta leiðin til að byrja daginn!
- Hreyfing - Náðu inn smá hreyfingu, hvort sem það er í ræktinni, göngutúr, fjallganga o.s.frv.
- Vatn - Drekktu nóg af vatni, sérstaklega ef þú ert að fara að drekka áfengi. Muna eftir vatni á milli drykkja og áður en þú ferð að sofa.
- Grillmatur - Skoðaðu grillmatinn, það er margt að velja úr og mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Skoðaðu líka sósurnar og meðlætið.
- Matur - Gríptu með þér próteinrík millimál, t.d. skyr, próteinstykki, próteindrykki (ísey, hleðslu, done o.s.frv.). Nammi og áfengi er nánast bara kolvetni og fita.
- Sund - Hoppaðu í sund. Svo frískandi, skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna og mjög góð hreyfing að synda smá. Synda + heitir og kaldir pottar.
- Betri kosturinn - Veldu betri kostinn. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Sykurlaust - Veldu sykurlausa drykki fram yfir sykraða. Margt í boði og líka sniðugt að blanda út í.
Góða skemmtun um helgina!
